Seigla og sjálfbærni
Enduruppbyggjandi menntun og Útikennsla
“Regenerative Practice and Outdoor Education”
8. til 10. maí 2026
Ráðstefna og nærandi samvera til að kanna, tengjast og læra saman í náttúrunni
Samfélag útikennara og náttúrumiðaðra kennara á Íslandi heldur áfram að vaxa og við sjáum raunveruleg tækifæri til að tengjast dýpra, deila reynslu og læra hvert af öðru.
Við viljum því bjóða velkomna á ráðstefnu; kennara, fagfólk, foreldra, leiðbeinendur, skólastjórnendur, ráðamenn og einstaklinga sem brenna fyrir því að skapa umhverfi þar sem börn geta lært og dafnað í náttúrunni, hvort sem um er að ræða í námsumhverfi eða á samfélagssvæðum.
Á þessum þrem dögum mun fagfólk sem iðkar og þróar enduruppbyggilegt útinám kynna sína starfshætti og verkefni, ásamt verklegum vinnustofum og reynslumiðlun, auk umræðuhópa og nægs tíma til að njóta íslenskrar náttúru með jafningjum.
Verð: 26.000 kr. Þátttökugjald
Matur: Þátttakendur taka með eigin mat ásamt mat á hlaðborð (pálínuboð). Kælar eru til staðar.
Innifalið: Tjaldsvæði + erindi + vinnustofur
Ekki innifalið: Máltíðir, samgöngur
GISTING
Tjaldstæði innifalið í ráðstefnuverði
Takmörkuð innanhússgisting í boði:
Tveggja manna herbergi með koju - 10.000 kr. pr. koju fyrir 2 nætur
Fyrstur kemur, fyrstur fær (bókun nauðsynleg)
Dagskrá
Föstudagur 8.maí
16:00–18:00 | Komum okkur fyrir
Tjöldum tjaldað og þau sem gista inni koma sér fyrir. Te og snarl í boði.
18:00–19:00 | Kynning
Praktískar upplýsingar um dagskrá og svæðið, kynnumst hvort öðru.
19:00–21:00 | Pálínuboð
Róleg kvöldstund með sameiginlegu hlaðborði og samveru
21:00 | Samverustund við varðeld fyrir áhugasöm
Laugardagur 9.maí
09:00–09:30 | Morgunhringur - Te og kaffi í boði
09:30–10:30 | Erindi 1
Sjálfbærni og seigla: Hverjar eru þarfir barna nútímans og hvernig getur náttúrumiðað nám stutt við vellíðan, velferð og sjálfstæði þeirra?
10:30–12:00 | Reynslumiðlun
Þátttakendur kynna eigin verkefni, nálgun og starfshætti, ræða verkfæri og þróun, spurja og svara spurningum.
12:00–13:00 | Hádegismatur (Grill til staðar)
13:00–14:30 | Vinnustofur 1
Útikennsla: Flæði og náttúrulegur taktur
Enduruppbyggjandi nám (Regenerative education) í praksis.
Umhverfishönnun: Staður þar sem börnin blómstra
14:30–15:00 | Hlé / Náttúruganga fyrir áhugasöm
15:00–16:30 | Sameiginleg ígrundun
Umræður og ígrundun um meginþemu og áskoranir:
Inngilding og útinám
Áhættur vs. Hættur (Risk vs. Hazard)
Samfélag og íslensku árstíðirnar
Foreldar og fjölskyldur
Kerfi og (mögulega hamlandi?) miðstýring
16:30–17:30 | Uppskera og samtal
Hóparnir deila sameiginlegri ígrundun og hugmyndum
18:00–20:00 | Kvöldverður (Grill í boði)
Kvöldvaka: Eldur, tónlist, söngur og samvera
Sunnudagur 10.maí
08:30–09:15 | Þögul hugleiðsla í náttúrunni fyrir áhugasöm
09:15–09:45 | Morgunhringur - Te og kaffi í boði
09:45–10:45 | Erindi 2
Enduruppbyggjandi útinám : Dæmi frá raunverulegum verkefnum
10:45–12:15 | Vinnustofur 2
Leikur og könnun barna í náttúrunni
Að leiða hópastarf í útinámi
Enduruppbyggjandi menning í skólum og skólakerfum
12:15–13:15 | Hádegismatur (Grill í boði)
13:15–14:30 | Úrvinnsla og aðgerðir
Hvað höfum við lært?
Hvert stefnum við?
Hvernig framkvæmum við?
14:30–15:15 | Tengslamyndun og umræður - Te og kaffi í boði
15:15–15:45 | Lokahringur og ráðstefnuslit
16:00 | Kveðjustund og heimferð
Staðfest erindi og vinnustofur tilkynntar innan skamms.
Staðsetning
Skýjaborgir Sjálfbærnisetur
Nákvæmri staðsetningu er deilt við skráningu